Fréttir

26 feb. 2015

Fundur um fiskeldi


 Efni fundarins: Fyrirhugað fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði
       

Fyrir hönd nokkurra hagsmunaaðila boðar NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, til fundar á Hótel KEA á Akureyri laugardaginn 28. febrúar  kl. 14.00.  Fundarefni er framkomin fyrirætlun Norðanlax, dótturfyrirtækis Fjarðalax, um rekstur opinna fiskeldiskvía í Eyjafirði.

 Mikil umræða á sér nú stað um arðsemi, kosti og galla fiskeldis í sjó. Reynsla af því hér við land og erlendis hefur verið æði misjöfn og því full ástæða er til að gaumgæfa vandlega hina ýmsu þætti eldisins, m.a. umhverfisáhrif, áður en teknar eru ákvarðanir um framkvæmdir á því sviði.

 Til fundarins eru m.a. boðaðir veiðiréttareigendur, stangveiðimenn og smábátasjómenn.  Ennfremur verður reynt að fá á fundinn bæjar- og sveitarstjórnarmenn við fjörðinn og þá sem láta sig varða umhverfismál á svæðinu.

 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfang orri@icy.is

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.