Fréttir

05 feb. 2015

Fjarðará í Ólafsfirði á leið í forsölu

Fjarðará í Ólafsfirði verður sett í forsölu til félagsmanna SVAK laugardaginn 7.febrúar.

Við biðjum félagsmenn okkar að fylgjast með heimasíðunni okkar en til að komast inná vefsölu félagsins er farið inná veiðileyfi sem finna má hér ofarlega til vinstri á síðunni.

SVAK er leigutaki árinnar ásamt veiðifélaginu Flugunni og hefur verið svo síðan árið 2007.

Áin er vinsæl sjóbleikjuveiðiá en einnig finnst nokkuð að staðbundinni bleikju í ánni sem kemur úr Ólafsfjarðarvatni.
Veiði í ánni hefur haldist stöðug síðustu ár en dalaði þó nokkuð í fyrra sem gæti skýrst af erfiðum aðstæðum  en vatnavextir voru miklir framan af sumri í fyrra.

Fjarðará er 4.stanga á og skiptist í tvö veiðisvæði, efra og neðra. Veitt er frá miðjum júlí fram til 20.sept. SVAK og Flugan skipta veiðileyfum á milli sín. Þriðjudagar eru bændadagar og því ekki í sölu.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
21.9.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
21.9.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
21.9.2020
Svæði 4a eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.