Fréttir

05 feb. 2015

Opið hús hjá SVAK í Amaróshúsinu

Þá er komið að fyrsta opna húsinu hjá SVAK í vetur en það er liður í árlegu vetrarstarfi félagsins.

Við ríðum á vaðið með samantekt á veiðitölum s.l árs og höfum fengið til liðs við okkur Erlend Steinar sem mun  vera með ítarlega greiningu á bleikjutölunum sem ollu víða vonbrigðum.

Þá mun Jónas Jónasson í Veiðivörum segja okkur frá ævintýralegum veiðitúr sem hann fór í janúar s.l  til Argentínu.

Láttu því sjá þig á mánudagskvöldinu 9.febrúar í Amaróhúsinu  nánar tiltekið við verslunina Veiðivörur. Húsið opnar kl 19:45 og dagskráin byrjar stundvíslega kl 20.

Alltaf heitt á könnunni og með því og allir velkomnir.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.