Fréttir

29 jan. 2015

Framundan hjá SVAK

Þá hleypum við vetrarstarfi SVAK af stokkunum og hefjum leik með hnýtingar og spjallkvöldi í Zontahúsinu mánudaginn 2.febrúar kl 20:00.

Allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir í greininni. Nokkuð af hnýtingaefni og áhöldum á staðnum sem fólki er frjálst að nota. Aðstoð veitt þeim sem þess þurfa.
Alltaf heitt á könnunni og notaleg stemning. Áður auglýstu hnýtingarnámskeiði hefur verið aflýst vegna lélegrar þátttöku.

Mánudaginn 9.febrúar er síðan opið hús við verslunina Veiðivörur.is í Amaróhúsinu. Þar mun Erlendur Steinar stíga í pontu og rýna í veiðitölur síðasta árs sem voru víða svekkjandi.
Af því loknu mun Jónas Jónasson deila með okkur í máli og myndum frásögn af ævintýralegum laxveiðitúr til Argentínu sem hann fór í fyrir stuttu.

Við hefjum leik kl 20, húsið opnar 19:45. Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.