Fréttir

28 jan. 2015

Viltu starfa með SVAK ?

Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að starfa með félaginu. Allt félagsstarf hefur gott af nýju blóði af og til og teljum við okkur enga undantekningu í þeim efnum. Við bröllum ýmislegt og félagsskapurinn er engum líkur.

Stangveiðifélag Akureyrar er nú á 12.starfsári sínu og í félaginu eru um 300 félagar.

Tilgangur félagsins er i meginatriðum þessi:
Að útvega félagsmönnum veiðileyfi.
Að stuðla að samstarfi á milli stangaveiðifélaga á Eyjafjarðarsvæðinu
Að efla hróður stangaveiði með almennri fræðslu um íþróttina
Að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölskylduíþróttar
Að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði
Að vinna að samstöðu stangaveiðimanna og standa vörð um hagsmuni þeirra
Að stuðla að góðri umgengni veiðimanna um náttúruna og veiðisvæðin

SVAK er leigutaki Ólafsfjarðarár á móti veiðifélaginu Flugunni. Að auki bjóðum við fólki uppá veiðileyfi í umboðssölu  í Hörgá, Svarfaðardalsá, Skjálfandafljóti, Hraunssvæðunum og Syðra-Fjalli í Laxá í Aðaldal og Fjarðará í Hvalvatnsfirði.

Yfir veturinn hefur SVAK haldið úti öflugu vetrarstarfi með fræslu og fróðleik um stangveiði, árkynningum og námskeiðum í hnýtingum og flugukasti. Þá hefur félagið einnig boðið uppá hnýtingakvöld reglulega.
Í fyrrasumar buðum við einnig uppá lifandi leiðsögn við hluta ársvæða okkar.

Í ár bjóðum við uppá hefðbundið vetrarstarf sem við höldum í samstarfi við Veiðivörur í Amaróhúsinu ca annan hvern mánudag. Á dagskránni verður m.a: Veiðispjall á þorra þ.s farið verður yfir veiðitölur s.l árs (9.feb.) kynning á laxveiði í Argentínu,kynning á bleikjuveiði á Grænlandi, kynning á strandveiði við Ísland, fræðsla um hvernig á að veiða vötn, kynning á Jöklu 2, árkynningar m.a á silungasvæði Skjálfandafljóts svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er stefnan sett á þurrfluguveiðinámskeið,dorgveiðikeppni og fjölskyldudag við eitthvert stöðuvatnanna í nágrenni Akureyrar auk lifandi leiðsagnar við nokkur ársvæða okkar í sumar.
Hnýtingakvöldin verða svo á sínum stað í Zontahúsinu.

Félagið heldur einnig úti fjélsbókarsíðu ásamt heimasíðu sinni. Á heimasíðunni er sölusíða veiðileyfa og veiðibók.

Í stjórn SVAK sitja 6 aðilar,aðalfundur félagsins er haldinn í mars/apríl.

Ef þig langar að slást í hópinn endilega hafðu samband með því að senda okkur póst á svak@svak.is eða hafa samband við Guðrúnu Una formann félagsins í síma 8682825.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.