Fréttir

17 jan. 2015

Hnýtingarnámskeið

Fyrirhugað er að halda fluguhnýtingarnámskeið á vegum SVAK  ef næg þátttaka næst.
Um tvö tveggja kvölda námskeið er að ræða þ.e byrjenda- og framhaldsnámskeið.

Á byrjendanámskeiði er farið yfir grunnatriði í fluguhnýtingum s.s. tæki, króka, efni, efniskaup og hnýttar einfaldar silungaflugur s.s. púpur, kúlupúpur og einfaldar fjaðraflugur.

Á framhalds námskeiði verða hnýttar flóknari flugur s.s. straumflugur og laxaflugur.

Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi og öll tæki eru fyrir hendi.

Byrjendanámskeiðið verður haldið 2-3. febrúar kl 19:30-22 og  kostar kr 6000 (5000 fyrir félagsmenn SVAK)
Framhaldsnámskeiðið verður haldið 16-17.febrúar kl 19:30-22 og kostar kr 8000 (7000 fyrir félagsmenn SVAK)

Bæði námskeiðin eru haldin í Zontahúsinu Aðalstræti  54.
Kennari er Jón Bragi Gunnarsson.

Áhugasamir sendi vefpóst á netfangið svak@svak.is, hámarksfjöldi þátttakenda á námskeið er fjórir.
Einnig má hafa samband við Guðrúnu form.SVAK í síma 8682825.

Hnýtingarkvöld SVAK hefjast svo í framhaldi af námskeiðunum tveimur og verða auglýst síðar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.