Fréttir

24 des. 2014

Jóla og nýárskveðjur og vetrarstarfið

Ágætu félagar og aðrir velunnarar SVAK!
 Stangveiðifélag Akureyrar stóð fyrir öflugu vetrarstarfi á árinu sem er að líða með fræðslufyrirlestrum tengdum stangveiði, árkynningum og hnýtingakvöldum og verður engin breyting á því á komandi ári.
 
Við hefjum leik í lok janúar og á dagskránni verður m.a að finna sitthvað um vatnaveiði, kynningu á veiðikortinu, dorgveiðikeppni, strandveiði- eitthvað fyrir okkur ?,Grænlandstúr Dóra og félaga, Jökla svæði 2,veiðiaðferðir (hitc, þurrfluga og andstreymisveiði),kynningar á ám stangveiðifélaga norðan heiða ýmist í fyrirlestrarformi eða af bakkanum í vor/sumar.
Þá er einnig stefnt að því að reyna að fá Sigurð Guðjónsson forstjóra Veiðimálastofnunar til að flytja okkur fyrirlesturinn:Bleikja í hlýnandi heimi en það skýrist ekki fyrr en í janúar hvort svo verður.
Sem fyrr verðum við niður í Amaróhúsinu á mánudagskvöldum kl 20 ca aðra hverja viku og tökum svo hnýtingarkvöld í Zontahúsinun þess á milli.
Þá stefnum við á hnýtingar- og kastnámskeið eins og verið hefur.
Frekari upplýsingar um vetrarstarfið verður að finna á heimasíðu og fjésbókarsíðu félagsins. Félagsmenn munu einnig fá póst um alla viðburði félagsins.

Að lokum óskar stjórn SVAK félagsmönnum sínum sem og veiðimönnum öllum og velunnurum gleðilegra jóla og fengsæls komandi sumars. Vonumst til að sjá ykkur sem flest í vetrarstarfinu okkar.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.