Fréttir

29 nóv. 2014

Jólalegt hnýtingarkvöld í Lóni

Miðvikudaginn 3 desember kl 20 verður hnýtingar- og spjallkvöld í Lóni við Hrísalund með örllitlu jólaívafi.
Ekki er útséð um að einhverjir jólasveinar mæti með hnýtingargræjurnar og næsta víst er að boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur og jólaflugur hnýttar.

Þessi kvöld eru öllum opin, ungum sem öldnum og byrjendum sem lengra komnum í listinni.

Hægt er að fá græjur og hnýtingarefni á staðnum ef einhverjir þurfa.

Láttu sjá þig, lofum notalegri stemningu og leiðsögn við hnýtingarnar ef þú óskar eftir því.

Veiðisögur s.l sumars munu líka eflaust hljóma í Lóni í bland við jólalögin.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
28.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.