Fréttir

13 nóv. 2014

Hnýtingarkvöld í Lóni

Þá tekur SVAK upp þráðinn að nýju og bíður áhugafólki um fluguhnýtingar uppá á tvö hnýtingarkvöld fyrir jól.

Um er að ræða tvö kvöld. Það fyrra miðvikudaginn 19.nóvember og það síðara fimmtudaginn 27.nóvember og hefjast kl 20.  Bæði kvöldin eru haldin í Lóni við Hrísalund.

Hnýtingarkvöld SVAK eru ætluð byrjendum sem lengra komnum. Reyndir menn verða á staðnum sem geta aðstoðað og miðlað af reynslu sinni ef óskað er.
Endilega takið með hnýtingargræjurnar ykkar en við erum einnig með hnýtingarefni á staðnum sem ykkur er frjálst að nota ef þið viljið.

Vonumst til að sjá sem flesta, í fyrra var góð mæting á þessi kvöld okkar.
Alltaf heitt á könnunni og veiðisögurnar munu fjúka manna á milli ef við þekkjum ykkur rétt.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.