Fréttir

22 sep. 2014

Skráning í veiðibók

Stangveiðifélag Akureyrar sendir reglulega út áminningu til veiðimanna sinna sem keypt hafa leyfi á vef félagsins en ekki skilað inn veiðiskýrslum. Líka þarf að skila inn svokölluðum núllskýrslum þ.e ef menn hafa ekki veitt neitt.
Nýlega var sendur út tölvupóstur í slíkum tilgangi og vonumst við til að veidimenn okkar bregðist skjótt við og skrái afla sinn á veiðibók félagsins inn á svak.is undir skráning í veiðibók. Ef menn hafa glatað aðgangi að veiðibókinni eru þeir hvattir til að hafa samband við okkur á svak@svak.is, segja í hvaða á þeir voru og á hvaða svæði og við sendum þeim aðgangsorð um hæl. Skráning afla er mikilvægur liður í að halda utan um tölfræðina og ekki síður áhugavert að vita hvar menn voru að fá fiska og hvað þeir tóku osfrv. Minnum á að ennþá er hluti veiðisvæði SVAK opinn þ.e Hörgá, Hofsá og Fjarðará í Hvalvatsfirði.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.