Fréttir

04 sep. 2014

Veiði ennþá í fullum gangi

Nú fer að koma sá tími sem er mörgum veiðimanninum kvíðaefni en það er þegar stangveiðitímabilinu lýkur.
Það er þó ekki ástæða til að örvænta strax þ.s allar ár SVAK eru opnar ennþá og veður hagstætt til veiða.
                                     
Öll svæði Svarfaðardalsár eru opin til 10. september, þar hefur verið ágæt veiði í sumar og ennþá hægt að krækja sér i veiðileyfi. Á fimmta hundruð bleikja úr Svarfaaðardalsá eru þegar skráðar í veiðibók SVAK.

Hörgá er opin út septembermánuð fyrir utan að svæði 1 og svæði 2 og 5 b loka 10.september. Nú eru um 300 bleikjur skráðar í veiðibókina en líklegt að margir eigi eftir að skila inn veiðitölum.

Síðasti veiðidagur sem SVAK bíður uppá í Ólafsfjarðará þetta árið er 15.september. Um 200 bleikjur eru nú þegar skráðar í veiðibók SVAK. Nokkrar stangir eru lausar í Ólafsfjarðará frá 10-15.september þ.s stangarverð til félagsmanna er einungis 4000 kr. Geta má þess að mjög góð veiði var í ánni s.l haust.

Hofsá í Skagafirði hefur lítið verið reynd í sumar og er því vel hvíld fyrir þá sem langar að skreppa í haustveiði í Vesturdalinn. Áin er opin til 4.oktober. Á haustdögum er góðar líkur á að Hofsáin sé tær og því fýsilegur kostur. Stangarverð er með því lægra sem gerist í bleikjuveiði eða 2-3000 kr fyrir félagsmenn SVAK. Hægt er leigja sumarbústað í Litluhlíð,sjá nánar hér til hliðar undir umfjöllun um Hofsá. Myndin hér að ofan er tekin í Hofsá í Vesturdal (RHR)

Silungasvæði Skjálfandafljóts eru opin til 15.september. Flestar bleikjur er skráðar í Vesturbakka brú-ós. Stangarverði er haldið í skefjum og er frá 1600-4000 kr.

Fjarðará í Hvalvatnsfirði er veiðimönnum opin til 30.september. Lengi var ófært útí Fjörður en ekki var opnað fyrr en 5.ágúst og gerði ófært eftir það líka. En nú er færðin fín og um 80 bleikjur hafa komið uppúr ánni í sumar samkvæmt veiðibók SVAK.

Svæðin á Hrauni og Syðra-Fjalli eru opin til 10. september. Ágætis veiði hefur verið þar og laxinn orðinn meira áberandi en verið hefur. Nú er slýrek að mestu hætt og besti tíminn runninn upp til að setja í stóru urriðahængana sem eru að verja svæðin sín.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.