Fréttir

26 ágú. 2014

Hörgárkynning tókst vel

Sunnudaginn 24.ágúst s.l bauð SVAK og Veiðifélag Hörgár félagsmönnum SVAK uppá kynningu á bökkum Hörgár og Öxnadalsár þ.s Þóroddur Sveinsson fór fremstur og kynnti þetta stóra og flotta veiðisvæði.
14 manns skráðu sig til leiks.

Kynningin hófst uppí Öxnadal við ármót Öxnadalsár og Vaskár og smásaman fikruðu menn sig niður dalinn. Þegar komið var niður í Jónasarlund gæddu menn sér á grilluðum pylsum og tilheyrandi.
Leið lá síðan áfram niður á svæði 5 a þ.s Bægisárhylurinn var m.a kynntur. Þá var keyrt uppað Myrká og haldið niður með Hörgá þ.s helstu staðir á 4 b voru kynntir til sögunnar. Var þá komið að svæði 4 a sem nær frá Melabrú niður undir bæinn Steðja og þá svæði 3 sem nær frá Steðja niður undir þjóðvegsbrúna.
Auk þess að fá leiðsögn frá konungi Hörgár Þóroddi Sveinssyni gafst mönnum kostur að veiða á svæði 5b uppí Öxnadal og svæði 3 í Hörgá og nýttu flestir sér það og allflestir settu í fisk. Semsagt góður dagur með skemmtilegu fólki.
Vonum að þátttakendur í Hörgárdegi hafi farið sáttir heim.
Fleiri myndir má sjá á fjésbókarsíðu SVAK.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
27.9.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
27.9.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
27.9.2020
Svæði 4a eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.