Fréttir

13 ágú. 2014

SVAK dagur við Hörgá sunnudaginn 24. ágúst

Eins og margir eflaust muna að þá héldum við SVAK daga á Hrauni og Syðra Fjalli þann 15. júní.

Dagurinn tókst einstaklega vel og því höfum við ákveðið að hafa SVAK dag við Hörgá með svipuðu móti sunnudaginn 24. ágúst.

Dagurinn verður með svipuðu sniði og dagurinn á Hrauni s.s. Live kynning á ánni sem Þóroddur Sveinsson mun taka að sér.
Við reiknum með að byrja klukkan 9 og fer það eftir þátttöku hvernig við munum haga ferðamátanum. Verði skráning mjög góð munum við mögulega leigja kálf/rútu og má því búast við að þurfa borga örlítið gjald. Ef skráning verður þokkaleg má reikna með að sameinast bara í einkabíla og bensín kostnaður deilist niður. Farið verður yfir öll svæðin í ánni og hennar helstu leyndardómar uppljóstraðir. Við stefnum að því að hægt verði að fá að prufa að veiða á tveimur svæðum í kynningunni þannig það er gott að koma með græjurnar með sér.Í hádeginu verður síðan boðið upp á grillaðar pylsur og eitthvað til að skola þeim niður með.
Eftir hádegið verður síðan förinni haldið áfram þangað til þátttakendur á þessum SVAK degi telja sig þekkja Hörgá nokkuð vel.

Til að komast með í ferðina verður að skrá sig og það gerið þið með því að senda tölvupóst á svak@svak.is með nafni og kennitölu og símanúmeri. Heiti tölvupóstsins á að vera HörgáHörgá er ein af okkar bestu ám þegar kemur að Bleikju. Því er þetta kjörið tækifæri fyrir félagsmenn að njóta góðs af leiðsögn Þórodds sem hefur veitt í ánni í fjölda ára og þekkir hana gríðarlega vel.

Dagurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á veiði hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, reyndir eða óreyndir veiðimenn. Með þessu vill SVAK styrkja stöðu stangveiðinnar sem almennings og fjölskylduíþróttar og efla áhuga barna og unglinga á þessari skemmtilegu íþrótt.

Ert þú ekki örugglega meðlimur SVAK?
Ef ekki þá getur þú gengið í félagið hérna
Það eru mikil fríðindi sem fylgir því að vera meðlimur SVAK fyrir afskaplega lítið árgjald.

Með veiðikveðju, SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.