Fréttir

07 ágú. 2014

Svæði 4 a í Hörgá-fréttir og veiðistaðalýsingar

Fengum skemmtilegan pistil og veiðistaðalýsingar frá Þóroddi Sveinssyni sem var við veiðar í Hörgá s.l mánudag.

Við gefum Þóroddi orðið:
Fór með „börnunum“ seinni partinn í dag (4. ágúst) á 4a í fyrsta sinn í sumar. Þetta svæði er einstakt að því leiti að það breytist mikið á hverju ári og hvergi hægt að ganga að veiðistöðum vísum á milli ára. Við reyndum ekki  marga staði en nánast allsstaðar urðum við vör við fisk sem tók mjög grannt. Settum í marga en náðum samt 5 fallegum bleikjum. Hér er smá myndaskýrsla.Efri svæðamörk eru ármót Öxnadalsár (t.v.) og Hörgár. Í beygjunni austan megin og með malarkantinum vestan megin hef ég fengið fiska en sleppti að kasta á þá núna.Brúarbreiðan (Melabrú) er einn „stabílasti“ staðurinn á svæðinu og mest er veitt vestan megin (t.v.). Þarna verður maður yfirleitt var við fisk en ekki í þetta sinn.Rétt fyrir neðan brúarbreiðuna eru 3 víkur vestan megin sem mynduðust ofan við varnargarða sem voru settir þarna fyrir löngu. Þetta er efsta víkin og þar náðum við einni.Fyrir neðan víkurnar er síki og horn sem hefur lengi verið gjöfull. Þarna settum við í eina væna bleikjum sem við misstum.Rétt sunnan við Lönguhlíð er þessi fallega og langa breiða og þarna var mikið líf þó að einungis 4 hafi náðst í land. Þess vegna eyddum við miklum tíma þarna. Í landi Lönguhlíðar er mikið af mjög veiðilegum stöðum þetta árið sýnist mér.                                                 Þórey tengdadóttir er hér með sinn fyrsta Hörgárfisk.Svæðið í landi Skriðu hefur lengi verið í mestu uppáhaldi hjá mér en það hefur umturnast og er óþekkjanlegt. Veiðikvíslar sem runnu með vesturlandinu er horfnar og fullar af möl. Þess vegna slepptum við að renna þar.
Þessi mynd er tekin sunnan við Syðri Tunguá og sýnir neðsta hluta svæðisins.                   Ármót Syðri Tunguár og Hörgár var á tímabili gjöfull veiðistaður en er núna horfinn.                             Rétt sunnan við Tunguána settum við í tvo fiska, sennilega urriða.                                    „Börnin“ Snorri Sveinn og Þórey tengdadóttir skemmtu sér vel.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.