Fréttir

05 ágú. 2014

Búið að opna útí Hvalvatnsfjörð

Jæja þar kom að því ! Búið er að opna veginn út í Hvalvatnsfjörð þannig að nú geta þeir sem hyggjast leggja leið sína í Fjarðará tekið gleði sína á ný.

Það skal þó tekið fram að vegurinn er eingöngu fær jeppum og ennþá er talsverður snjór á heiðinni og því aurbleyta á veginum. Ef menn vilja kynna sér færðina nánar er fólki bent á að hafa samband við vegagerðina í síma 522-1000 eða fara á vegagerdin.is.Fjarðará í Hvalvatnsfirði er í umboðssölu hjá SVAK en Stangveiðifélagið Flúðir eru leigutaki.

Seldar eru 4 stangir á dag sem gilda á öllu svæðinu. Veiðitími er frjáls frá kl.06:00 -24:00

Allt leyfilegt agn (maðkur, fluga og spúnn) er leyft á svæðinu.

Til að komast í Fjörður er ekið út Eyjafjörð að austan í áttina að Grenivík. Skömmu áður en komið er að kauptúninu er beygt upp með Gljúfurá (c.a. 20 mínútu akstur frá Akureyri) og ekið þaðan yfir Leirdalsheiði og niður í Hvalvatnsfjörð.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
28.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.