Fréttir

04 ágú. 2014

Fréttir og veiðistaðalýsing af svæði 4 b í Hörgá

Fengum fréttir frá Þóroddi Sveinssyn veiðimanni sem var við veiðar á þessu skemmtilega svæði 1.ágúst sl og sagði hann að sjóbleikjan væri mætt í efstu hylji á svæðinu.                       Flott sjóbleikja af svæði 4 b sem lét glepjast af appelsínugula litnum

Svæði 4b er efsta svæðið Hörgárdalsmegin og nær upp að Básfossi (sjá efstu mynd). Barká rennur þarna í Hörgá við Bug og litar hana vel eins og fyrr segir. Þar fyrir ofan er áin oftast mjög tær.

Veiðistaðirnir eru margir og fallegir og látum við nokkrar myndir fylgja með sem Þóroddur Sveinsson sendi okkur úr veiðitúr sínum á 4 b  ásamt gagnlegum upplýsingum en enginn þekkir ána betur en Þóroddur. Helguhylurinn er einn besti veiðistaðurinn í ánni og er búinn að gefa slatta af fiski undanfarna daga.Ármót Barkár og Hörgár er flottur veiðistaður sem fáir fara á.Þarna veiddist ein af stærstu bleikjum í ánni síðast liðið veiðisumar en hún var 67 sm,34 sm í ummál og 3 kg viktuð í háf.Ármót Myrkár og Hörgár geymir oftast fisk. Mest með austurlandinu og á grunninu neðarlega.Milli Myrkár og Búðarness er nokkrir mjög fallegir veiðistaðir eins og þessi. Þetta er svæði sem fáir fara á.Fyrsti veiðistaðurinn fyrir neðan Myrká. Þarna ofarlega ú hylnum er grjótkantur sem fiskur stoppar við. Efsti veiðistaðurinn í Myrká (tók bara mynd). Þarna er alltaf von að reita upp einn og einn á maðk.                                 Búðarnesbreiðan geymir yfirleitt fisk en er erfitt að krækja í.Svæðið sem byrjar rétt sunnan við Gerði og nær út fyrir Þúfnavelli geymir núna marga árennilega staði. Þessi er sá næstefsti. Náði einungis hálfa leið áður en vaktin endaði.                                                             Á móts við bæinn Gerði. Næsti staður rétt þar fyrir neðan. Undir barðinu í krikanum er stríðinn fiskur á grunnu vatni.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.