Fréttir

28 júl. 2014

Góður gangur á Hraunsvæðunum

Fengum þær fréttir frá Hermanni Bárðarsyni leigutaka Hraunsvæðanna í Laxá í Aðaldal að góður gangur væri í veiðinni á Hrauni.
Gefum Hermanni orðið:
"Ég skrapp aðeins á Neðra-Hraun seinnipartinn í gær til að tékka á stöðunni. Fór um allt svæðið neðan Engeyjar og varð var við urriða á öllum stöðum, náði fjórum á land (37-47 cm). Þá fékk ég einn lax (70 cm), missti annan og sá þann þriðja. Læt fylgja með myndir af laxinum sem var auðvitað sleppt. Það var talsvert slý en ekki til teljandi vandræða ef veitt er í yfirborðinu.Þá kíkti Hermann í veiðibókina þar eystra fyrir Hraunssvæðin og um 20 urriðar höfðu verið skráðir síðustu þrjá daga. Þannig að það er ennþá góður gangur í veiðinni þrátt fyrir svolítið slý.

Veiðileyfi á Hraunsvæðunum og Engey er að finna hér á síðunni undir veiðileyfi.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.