Fréttir

16 júl. 2014

Veiði hafin í Ólafsfjarðará

Veiði hófst formlega í Ólafsfjarðará í morgun en áin er vinsæl sjóbleikjuveiðiá.
Hluti stjórnarmeðlima SVAK og Flugunnar brugðu sér út í Ólafsfjarðará á mánudaginn s.l og könnuðu aðstæður.
Eins og sjá má á myndunum er áin vatnsmikil og aðeins skoluð. Bleikjan lætur það þó ekki trufla sig og er mætt á svæðið.
En látum myndirnar tala.


                                Guðrún Una formaður SVAK með bleikju úr Kálfsárhyl

Aðeins var veitt hluta af seinni vaktinni og sett í á annan tug bleikja á bilinu 500-700 gr.
Lónshylur, Kálfsárhylur og Breiðan gáfu fisk.


Stjórnarmeðlimir Flugunnar Snæbjörn og Hannes voru rólegir í tíðinni, létu formann SVAK um veiðina og  sleiktu sólskinið á meðan.


                                                  Eins og sjá má er mikið vatn í ánni


                                                       Falleg bleikja af BreiðunniStangveiðifélögin Flugan og SVAK hafa haft Ólafsfjarðará á leigu síðan 2007. Ánni er skipt í tvö svæði og veitt er á 2 stangir á hvoru svæði.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.