Fréttir

09 júl. 2014

Veiðifréttir úr Hörgá

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að árnar í Eyjafirðinum liðast miklar og skolaðar um sveitir og sanda og er Hörgáin engin undantekning þar.

Menn láta það þó ekki hindra sig í að renna fyrir fisk enda að koma miður júlí og mönnum farið að klæja í fingurna að bleyta færin. Fengum fréttir af Halldóri Arnari veiðimanni sem var á svæði 3 i Hörgá við annan mann þann 6.júlí s.l. Alls náðu þeir félagarnir 8 fiskum á land og misstu nokkra. Allt voru þetta urriðar á bilinu 1/2 til rúmlega 1 kg.Eins og fyrr segir var áin lituð og völdu þeir félagarnir staði þ.s aðeins tærara vatn var eins og t.d Dunhagasýkið og svæðið upp við ytri Tungnaá. Flottir fiskar sem flestir tóku svartan og bleikan Nobbler.

Ekki varð vart við bleikju en nú fer sá tími að ganga í hönd að hún fari að ganga í árnar.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.