Fréttir

01 júl. 2014

Fréttir úr Svarfaðardalsá

Við fengum að heyra fréttir frá veiðimönnum sem voru að veiða á svæði 1 í Svarfaðardalsá þann 27.júní og gerðu stórgóða veiði.
Svarfaðardalsá hefur verið nokkuð vatnsmikil seinustu misseri en hefur ekki verið mjög lituð.
Það gerir það að verkum að auðveldlega er hægt að veiða hana með maðk og spún.

Við sendum fyrirspurn á veiðimann sem fór í ánna á svæði 1,  27.júní og hann svaraði henni svona.

"Sæll. Já það var heldur betur líf og fjör , það fengust 9 fyrir hádegi og 6 eftir."


Myndin sýnir hluta aflans sem veiddist 27.júní.

Það er nóg af Urriða á svæðinu og áin er vel veiðanleg með spún og maðk.
Það skemmir líka ekki fyrir að fram til 20.júlí geta félagsmenn í SVAK farið í veiði í Svarfaðardalsá
fyrir 1650kr sem er líklega ódýrasta veiðileyfi í á sem vitað er um.

Til að kaupa veiðileyfi á svæði 1 í Svarfaðardalsá smellið hér.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.