Fréttir

29 jún. 2014

Veiðifréttir af Neðra Hrauni

Enn fáum við fréttir af góðri veiði á Hrauni.
SVAK reynir eftir bestu getu að vera í sambandi við félagsmenn og aðra sem versla veiðileyfi í gegnum vefsíðuna okkar.

Við heyrðum í veiðimanninum Árna Steinssyni sem var að veiða á Neðra Hrauni 24.júní. Athugið að myndirnar sem fylgja fréttinni eru úr myndasafni SVAK.

Svona hljóðar svar Árna eftir að SVAK hafði spurt um fréttir og myndefni.


"Því miður þá tók ég engar myndir, var einn og sá aldrei neinn á svæðinu.

Ég var aðalega á svæðinu frá ofan Laxhólma niður að Straumál.


Það var nokkuð líflegt fyrripartinn en þó ekki mikið um uppitökur, smá gola.

Fékk 8 fiska á dentist og sv nobler.

Stærsti fiskurinn var 59cm en flestir á bilinu frá 42 til 50


Seinni parturinn var rólegur en fór þó aðeins ofar og setti í nokkra en þeir voru ekki eins stórir og út af Laxhólmanum. Fór aftur niður eftir og

fékk 5 fiska sem svoru á bilinu 45 til 50.

Var alltaf að bíða eftir því að komast í þurrfluguna en það bíður betri tíma

TaKK FYRIR MIG!

Kv

Árni Steinsson
"


Svo virðist vera sem Árni hafi átt góðan dag á Hrauni enda sett hann í fjölda fiska og stærsti fiskurinn 59cm sem er ekki amalegt.

Veiðin á Hraunssvæðinu og Syðra-Fjalli er með þeim betri í Aðaldalnum en jafnframt einn ódýrasti möguleikinn á svæðinu.
Til að tryggja þér veiðileyfi á svæðinu smelltu hér.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.