Fréttir

20 jún. 2014

Mikið líf á Hrauni og Syðra-Fjalli

Eftir vel heppnaðan dag þar sem SVAK kynnti félagsmönnum sínum svæði Hrauns og Syðra-fjalls er óhætt að segja að í kjölfarið hafi mikið líf hafi verið á svæðinu.
Við höfum fengið fréttir af tveimur veiðiferðum sem voru farnar undanfarna daga og svona hljóðar tölvupóstur sem við í stjórninni fengum um daginn.

"Sæll.
Mér gekk bara nokkuð vel, setti fljótlega í og hirti þennan 40 cm fallega fisk sem ég fékk skammt frá landi í Klambreyjarsundi og fékk síðan annan 45 cm sem var sleppt, neðst við hólmann á sama veiðistað.Báðir þessir fiskar tóku streamera.Reyndi síðan andstreymis í Pálshyl en varð ekki var.
Endaði síðan á Harkateigum þar sem ég setti í tvo 30 cm fiska, báða á streamera og var þeim gefið líf."

Veiðimaðurinn sendi okkur mynd af þessum fallega fisk.

Daginn eftir SVAK daginn fréttum við af þremur fræknum veiðimönnum sem fóru á svæðið.
Farið var á Syðra-Fjall og var byrjað í kringum 10 leitið og veitt til 13:00. Byrjað var á breiðunni fyrir neðan Eyvindarlækinn og var strax mikið líf. Settu veiðimenn í 8 fiska á breiðunni og var mestur hluti aflans veiddur andstreymis. Fiskurinn var í góðri stærð mest í kringum 2-3 pund.

Virkilega fallegt þar sem Eyvindalækurinn kemur út í.

Síðan var haldið neðst á svæðið og veitt í kringum hólmana og á breiðunni fyrir neðan. Var þar mikið líf og mikið af fiski. Þar var hægt að sjá fisk í mikilli uppítöku og á grunnri breiðu gat maður séð bakuggana á nokkrum urriðum. Sett var í 2 fiska þar af einn á streamer og einn andstreymis. Þetta var frábær morgun og 10 fiskar á land í það heila á 3 tímum.

Á seinni vaktina var farið á Efra Hraun. Þar kom fyrsti fiskurinn á land fljótlega en hann var veiddur fyrir neðan Pálshylinn andstreymis og fylgdi annar fljótlega í kjölfarið.
Valdemar með urriðan sem hann fékk fyrir neðan Pálshylinn.

Næst var landað 40 cm urriða neðan við við stað númer 5 sem er Gustukanef og í kjölfarið fylgdu
tveir flottir urriðar sem voru teknir fyrir ofan Harkateigastíflu

Fallegur fiskur sem tekinn var fyrir ofan Harkateigastíflu á Black Ghost.

Sett var í fleiri fiska eins og t.d. á Hríseyjarbroti, Skáleygjarstíflu og við Skáleygjarstraum en ekki vildu þeir á land.
Ákveðið var að hætta veiði um 20:00 og voru þá komnir á land 5 fiskar á 3 tímum.
Það þýðir að í heildina var veitt í 6 tíma og 15 fiskar á land og sett í annað eins af fiski.
Það var gríðarlega mikið líf á svæðinu og í hvert skipti sem vind lægði og flugan fór á stjá að þá kraumaði yfirborðið í uppítöku.

Hraun og Syðra-Fjall er frábær valkostur fyrir fluguveiðimenn og er verðið á veiðileyfunum mjög hagstætt miðað við svipuð svæði í kring.

Til að versla veiðileyfi smellið hér.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.