Fréttir

16 jún. 2014

Flottur dagur á Hrauni og Syðra Fjalli

Stangaveiðifélag Akureyrar stóð fyrir skemmtilegum degi fyrir félagsmenn á Hrauni og Syðrafjalli í dag.
Veðrið lék við veiðimenn og dalurinn skartaði sínu fegursta.

Dagskráinn var með því móti að klukkan 10:00 hittust allir við Hraunstíflu þar sem Hermann Bárðarson fór aðeins yfir sögu svæðisins, helstu hylji og hvaða flugur veiðimenn eru helst að nota.

Í logninu kom vel svo vel í ljós sá fjöldi fiska sem svæðið hefur að geyma og var magnað sjónarspil að sjá uppítökurnar sem hreinlega voru um alla á.

Hermann fór svo með veiðimenn að öllum helstu hyljum svæðisins þar sem hann fór vel yfir aðal tökustaðina.


 

Eftir að hafa hlýtt á Hermann var veiðimönnum svo skipt niður á svæðin og fengu allir að veiða fram til kl 13:00 en þá voru grillaðar pylsur og sagðar veiðisögur.
Í hléinu fór Hermann svo enn betur yfir svæðið.


Þessi ungi og efnilegi veiðimaður fékk þenna flotta fisk á Syðra Fjalli en hann og faðir hans sáu mikið af vænum fiski á því svæði.


Stjórnarmenn SVAK fengu nú líka að taka nokkur köst :)

Eftir hádegi var svo veiðimönnum aftur skipt niður á svæði og hélt þá gamanið áfram.
Hægt er að segja að allir hafi farið heim fullir fróðleiks um svæðið, vel veiddir og saddir bæði á líkama og sál.


Flottur urriði úr Hraunstíflu

Það má með sanni segja að dalurinn hafi skartað sínu fegursta i dag og allt líf komið á fullt á svæðinu.

Fleiri myndir frá deginum má sjá á Facbook síðu SVAK

  

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.