Silungasvæði Skjálfandafljóts er ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung en einnig er talsvert góð laxavon.
Verðið á stöng pr/dag er frá 1600kr - 5200kr
Silungasvæðin ofan brúar voru lengd upp á gömlu laxasvæðin og fylgja nú hyljir sem gefa góða silungsveiði og að öllu jöfnu þó nokkra laxa á ári hverju.
Veiðisvæðin eru fjögur og hægt er að skoða skiptingu svæðana betur Hér
Skjálfandafljót sem býður upp á flotta veiðimöguleika ásamt afar fallegri og stórbrotinni náttúru er því flott viðbót við öll þau veiðisvæði sem SVAK bíður uppá og vonum við að sem flestir sjái sér færi í að veiða þar í sumar.
Veiðileyfi á silungasvæðum Skjálfandafljóts má sjá Hér
Til fróðleiks:
Skjálfandafljót er jökulfljót sem á uppruna sinn í norðvestur hluta Vatnajökuls, nánar tiltekið í Vonarskarði sem er á milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og fellur til sjávar í botni Skjálfanda. Fljótið er um 180 km. á lengd og er það því fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi. Vatnið í fljótinu er ekki eingöngu jökulvatn heldur rennur mikið af lindarvatni í það undan Ódáðahrauni. Þetta gerir það að verkum að fiskur gengur upp í fljótið og er umtalsverð silungs- og laxveiði því. Einnig gengur fiskur upp í margar af þverám þess