Fréttir

10 jún. 2014

SVAK dagur á Hrauni og Syðra Fjalli 15.júní

Stangaveiðifélag Akureyrar bíður félagsmönnum sínum uppá skemmtilegan dag á Hrauni og Syðra Fjalli í Laxá í Aðaldal. Dagurinn byrjar á "Live" veiðistaðalýsingu um bakka svæðisins sem Hermann Bárðarson mun leiða ásamt öðrum sem þekkja svæðið.
Hermann mun fara yfir helstu hylji og leyndardóma svæðisins og að sjálfsögðu fá veiðimenn að veiða, þannig að það er betra að vera í veiðidressinu og hafa flugustöngina  meðferðis :)

Þá munu stjórnarmenn SVAK ásamt öðrum liprum fluguveiðimönnum vera með kastkennslu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguveiði.


Boðið uppá grillaðar pylsur og drykk í hádeginu.

Eftir hádegi verður svo haldið áfram að veiða undir leiðsögn Hermanns og annara leiðsögumanna á svæðinu.
Hraun og Syðra Fjall er stórglæsilegt veiðisvæði og er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki hafa komið þangað að kynnast svæðinu en ekki síður fyrir þá sem hafa veitt á svæðinu en vilja kynnast því betur.


Dagurinn er ætlaður fluguveiðifólki á öllum aldri, reyndum sem óreyndum og er þeim að kostnaðarlausu. Með þessu vill SVAK styrkja stöðu stangveiðinnar sem almennings og fjölskylduíþróttar og efla áhuga barna og unglinga á þessari skemmtilegu íþrótt.

Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst á svak@svak.is með nafni, kennitölu og símanúmeri með undirskriftinni Hraun og Syðra Fjall eða hringja í síma 841-1588.

Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við okkur í síma 841-1588 eða með pósti svak@svak.is.


Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.