Fréttir

03 jún. 2014

Veiði hafin á Hrauni og Syðra Fjalli

Veiði hófst á Hraunssvæðinu í Aðaldal núna 1 júní og nokkuð ljóst að dalurinn kemur vel undan vetri

Nú fyrir stuttu fór Hraunssvæðið í Laxá í Aðaldal í vefsölu hjá okkur í SVAK.
Svæðið er einstaklega fallegt og friðsælt og þarna er mikið líf hvort sem um ræðir áin sjálf eða lífið í kring. Hraun svæðið ásamt Syðra Fjalli hefur að geyma ótrúlegt magn af fiski og er það magnað sjónarspil að sjá þegar vatnið er stillt og veður gott hversu margir fiskar vaka í einu.

 
Algeng stærð á fiski er 1 - 2.5 pund en vissulega er töluvert af fiski í kringum 3 – 5 pund. Einnig veiðast stöku laxar þegar líður á sumarið.
Þetta er fjölbreytt svæði sem býður upp á marga möguleika þegar kemur að veiðinni sjálfri og má með sanni segja að þetta sé paradís þurrflugu veiðimannsins þó svo að aðrar veiðiaðferðir séu jafn árangursríkar.

Stjórnarmenn SVAK skruppu aðeins í dalinn eftir sjómannadagssiglingu með fjölskyldunni og tóku nokkur köst með yngri kynslóðinni.
Töluvert mikið líf var þessa tvo tíma sem menn stoppuðu við og oft þurfti ekki að kasta langt útí eins og þessi ungi og upprennandi veiðimaður komst að.

Landað var 9 fiskum smáum sem stórum og nokkuð ljóst að fiskurinn er vel komin af stað og farin að fita sig.
Ekki var prufað að kasta þurrflugu en þegar gerði algert logn sáust ótrúlega margir fiskar vaka í einu.Ekkert vantar upp á veðurblíðuna fyrir næstu daga og helgina og kjörið fyrir veiðimenn að skella sér í veiði í þessari veiðiparadís sem dalurinn er.
Einnig er sú breiting á að hægt er að kaupa hálfa daga og því kjörið að stökkva beint eftir vinnu og njóta þessa að vera við bakka laxár um kvöldið.

Veiðileyfi fyrir Hraun og Syðra Fjalll má sjá betur HÉR

SVAK mun í júní vera með fjölskyldudag á Hraunssvæðinu og Syðra Fjalli en það verður auglýst nánar á næstu dögum.

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.