Fréttir

20 maí 2014

Fjarðará í Hvalvatnsfirði komin á söluvef SVAK

Árnar streyma nú inná söluvef SVAK hver á fætur annarri. Í þetta skiptið er það hin fagra Fjarðará í Hvalvatnsfirði sem fer beint í almenna sölu.

Fjarðará hefur verið í umboðssölu SVAK um árabil en leigutaki árinnar er Stangveiðifélagið Flúðir.

Fjörður er samheiti yfir dalina sem ganga upp af Þorgeirsfirði og Hvalvatnsfirði en það eru nyrstu firðirnir á skaganum á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa.
Í Fjörðum falla tvær bleikjuár til sjávar, annarsvegar Gilsá sem heitir Fjarðará síðasta spölinn áður en hún fellur í Hvalvatnsfjörð og hinsvegar Hólsá í Þorgeirsfirði.
Til einföldunar er hér yfirleytt talað um Fjarðará sem samheiti yfir þessi veiðisvæði þar sem mesta veiðin er yfirleytt skráð þar.Sjóbleikja er í Fjarðará og er algeng stærð frá 1-2,5 pund. Einstaka sinnum veiðast lax og sjóbirtingar á svæðinu, en uppistaðan í veiðinni er sjóbleikja.

Seldar eru 4 stangir á dag sem gilda á öllu svæðinu. Veiðitími er frjáls frá kl.06:00 -24:00

Allt leyfilegt agn (maðkur, fluga og spúnn) er leyft á svæðinu.Fjarðará opnar þann 1.júlí n.k. Vegurinn er yfirleytt ekki opnaður fyrr en um mánaðarmótin júní-júlí og vissara að fara inn á vef Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is til að kanna aðstæður, sérstaklega ef menn eru á ferðinni snemmsumars.
Svæðið hentar vel þeim sem vilja komast frá amstri hversdagsleikans  og njóta kyrrðar og eindæmrar náttúrfegurðar um leið og menn renna fyrir sjóbleikjuna.

Lausa daga má sjá hér ofar og til hliðar á síðunni undir veiðileyfi.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.