Fréttir

28 apr. 2014

Veiðileyfi á Hrauni og Syðra-Fjalli komin í vefsölu SVAK.

Hraun og Syðra-Fjall eru nú komin á vefsölu SVAK. Sama verð er á leyfunum og í fyrra og fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt.

Sú breyting hefur orðið frá því í fyrra að neðsti hluti Hraunslands sem Laxárfélagið leigði er nú komin í umsjón Hermanns Bárðarsonar.

Það eru því í boði tvö svæði í Hraunslandi núna þ.e Efra-Hraun sem er gamla Hraunssvæðið eins og SVAK félagar þekkja og svo Neðra-Hraun sem er Engey og svæðið niður af henni niður fyrir Tvíflúð þar sem Hagasvæðið byrjar.

Veiði hefst 2.júní og eru tvær stangir á hverju svæði.

Flottur kostur fyrir þá sem vilja komast í góða urriðaveiði á sanngjörnu verði í hinni fögru Laxá í Aðaldal.

Einnig hefur sú breyting orðið frá því sem áður var að nú er hægt að kaupa 1/2 daga og geta því veiðimenn skroppið eftir vinnu og notið kvöldsins við bakka Laxár.
Já og þeir sem vilja taka daginn snemma farið fyrir hádegi.


              "Lítið" þekktur silungsveiðimaður við bakka laxár :)

Fyrir þá sem koma lengra að eða vilja vera lengur en einn dag er mönnum bent á gistimöguleika í Brekku.

Skoða ferðaþjónustu Brekku HÉR

 Skoða veiðileyfi Hér

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.