22 apr. 2014
Aðalfundur SVAK og pistill um æti bleikjunnar
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 28.apríl kl 18 í Zontahúsinu við Aðalstræti.
Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Gjaldkeri kynnir reikninga félagsins og leggur þá fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, kaffi
6. Kosningar:
a. Fjórir í stjórn
b. Einn í varastjórn
c. Formaður félagsins
d. Tveir Skoðunarmenn reikninga
7. Önnur mál
Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér í stjórn:
Guðrún Una Jónsdóttir form.
Sævar Örn Hafsteinsson varaform.
Halldór Ingvason gjaldkeri
Hinrik Þórðarson meðstj.
Arnar Þór Gunnarsson meðstj.
Jón Bragi Gunnarsson varam.
Valdimar Heiðar Valsson varam.
Að aðalfundi loknum (ca kl 19) mun Guðmundur Ármann flytja stuttan pistil um hvað helst er að finna í maga bleikjunnar og hvaða flugum hún fellur helst fyrir en Guðmundur hefur veitt bleikju um árabil.
Pítsa í boði fyrir svanga munna.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Til baka