Fréttir

12 apr. 2014

Vor í lofti og vetrarstarfi að ljúka


Það er vor í lofti og vorveiðin hófst með stæl 1.apríl s.l. Margir gerðu góða veiði víða um land í blíðunni. Meðfylgjandi mynd er tekin í Brunná í Öxarfirði en á henni má sjá Valdimar stjórnarmeðlim SVAK með flottan 78 sm urriða.
En úr vorveiðinni í vetrarstarf veiðifélaganna þriggja þ.e SVAK, Flúða og Flugunnar. Við höfum haldið upp þéttri dagskrá í vetur með fræðslu í Amaróhúsinu, hnýtingum í Zonta og kastdögum í  Íþróttahöllinni. Að jafnaði var ágætis mæting á alla þessar uppákomur. En nú fer að styttast í annan endann á vetrarstarfinu enda veiðitími hafinn og menn farnir að munda stangirnar margir hverjir.
Við höfum þó áform um að slútta vetrarstarfinu með einhverjum skemmtilegheitum og liggjum undir feldi varðandi skipulagningu þess. Auglýst nánar síðar.
Þá eru einnig uppi áform um að halda lifandi kynningu á Fnjóská og Hörgá  við angan að sumri. Þessar árkynningar yrðu á þann hátt að farið yrði með rútu meðfram fyrrnefndum ám og veiðistöðum lýst í beinni. Ef veður leyfir yrði grillið með í för og kannski nokkrir kaldir á kantinum. Auglýsum þetta betur þegar línur skýrast og snjóa leysir.Einnig stefnum við á að hafa kastdaga úti þegar vetur konungur kveður endanlega. Við mynnum svo auðvitað á Aðalfund SVAK sem verður í Zontahúsinu 28.apríl n.k.


Hvetjum ykkur til að fylgjast með hér á síðunni til að nálgast frekari upplýsingar um þessar uppákomur.

 


Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.