Fréttir

20 mar. 2014

Hnýtingar og fræðsla á Amaróhúsinu


Á mánudaginn kemur þann 24.mars ætlum við að hittast í Amaróhúsinu kl 20 með hnýtingardótið og hlýða á fræðslu í leiðinni.

Guðmundur Ármann listmálari, hnýtari og stangveiðimaður með meiru verður með pistil um hvað helst megi finna í maga bleikjunnar og hvaða flugum hún fellur helst fyrir en Guðmundur hefur veitt bleikju um árabil.

Þeir sem vilja nýta tímann og hnýta taka hnýtingardótið með sér,hinir bara mæta, sýna sig og sjá aðra og hlýða á Guðmund.
Allir velkomir, heitt á könnunni að venju, jafnvel með því og veiðigyðjan pottþétt á staðnum.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.