Fréttir

18 mar. 2014

Aðalfundur SVAK

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 10.apríl kl 20 í Zontahúsinu Aðalstræti 54 A.

Auglýst er eftir framboðum (eða tillögum) til stjórnar. Framboðum skal skila til stjórnar 14. dögum fyrir aðalfund (27. mars) á svak@svak.is.

Eftirtaldir aðilar í núverandi stjórn SVAK eru tilbúnir að halda stöfum sínum áfram:

Guðrún Una Jónsdóttir formaður

Sævar Örn Hafsteinsson varaformaður

Halldór Ingvason gjaldkeri

Valdimar Heiðar Valsson meðstjórnandi (hefur óskað eftir að vera í varastjórn)

Arnar Þór Gunnarsson meðstjórnandi

Jón Bragi Gunnarsson varamaður

Í lögum félagsins segir:
6. gr. Stjórn og stjórnarkosning

Stjórn félagsins skipa fjórir menn auk formanns og tveir til vara. Hver stjórnarmaður fer með eitt atkvæði á fundum.
Framboðum til stjórnar skal skila til félagsins eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund og skulu nöfn frambjóðenda birt í aðalfundarboði.
Formaður skal kosinn til eins árs en aðrir stjórnarmenn til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári sé kosið um tvo meðstjórnendur og einn varamann. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.