Fréttir

18 mar. 2014

Myndir frá vetrarstarfinu síðustu daga

Hér koma myndir og umfjöllun frá vetrarstarfinu síðustu daga.

Í gær hittust stangveiðimenn í Amaróshúsinu og hlýddu á umfjallanir um Hörgá og Svarfaðardalsá
Þóroddur Sveinsson stjórnarmeðlimur í veiðifélagi Hörgár flutti áhugaverðan pistil um pælingar sínar varðandi hvenær bleikjan kemur í Hörgána en þar studdist hann við skráðar veiðitölur úr ánni.Þá mættu þeir félagar Gunnsteinn frá Sökku og Gunnar frá Göngustöðum og kynntu helstu veiðistaði Svarfaðardalsár en um 20 manns mættu í Amaróhúsið og hlýddu á þessa pistla. Þökkum við þeim komuna.
Reikna má með að Hörgáin og Svarfaðardalsáin fari í sölu síðari hluta aprílmánaðar.Nú síðasti kastdagurinn var haldinn í Íþróttahöllinni sl. laugardag og mættu 10 manns. Þar æfðu menn bæði einhendu og tvíhenduköst eins og enginn væri morgundagurinn. Stefnt er að því að hafa kastæfingar úti þegar snjóa leysir hvenær sem það verður nú.                                                             Ásgeir alveg með þetta.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.