Fréttir

27 feb. 2014

Árkynning 3.mars-Mýrarkvísl

N.k mánudagskvöld 3.mars kl. 20 verður kynning á Mýrarkvísl í Amaróhúsinu en þeir félagar Matthías Þór Hákonarson og Jónas Jónasson í Veiðivörum.is eru leigutakar að ánni næstu 3 árin.
Matthías Þór Hákonarson og Olgeir Haraldsson sjá um kynninguna.

Mýrarkvísl er stórfalleg lax- og urriðaveiðiá sem rennur um Reykjaheiði og út í Laxá í Aðaldal við Heiðarenda.
Meðalveiði síðan 1974 eru 222 laxar á ári. Eingöngu er veitt á flugu í ánni og veitt og sleppt.
Þarna gefst veiðimönnum kostur á flottri laxveiði með gistingu á 20.þús kr dagurinn.


                                       Ævintýralegt aðgengi er að mörgum veiðistöðum í ánni.

                                        
                                                     Mýrarkvísl er líka rómuð stórlaxaá.

Láttu sjá þig í Amaróhúsinu n.k mánudagskvöld 3.mars kl 20 og fáðu að vita meira um þessa fallegu lax- og urriðaveiðiá. Allir velkomnir og alltaf heitt á könnunni.

Minnum einnig á kastdaginn í Íþróttahöll Akureyrar á laugardaginn 1.mars kl 10, sjá nánar neðar á síðunni.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.