Fréttir

27 feb. 2014

Kastdagur á laugardaginn 1.mars

Hinir geisivinsælu kastdagar halda nú áfram í Íþróttahöll Akureyrar og hefjast að venju kl 10.

Þetta er í næst síðasta skiptið sem fólk fær tækifæri til að mæta með stangirnar í Höllina og æfa fluguköstin fyrir komandi sumar þannig að nú fer hver að verða síðastur. Lokaskiptið verður laugardaginn 15.mars.
Eins og áður er þetta fólki algjörlega að kostnaðarlausu og eina sem þú þarft að gera er að vakna ferskur á laugardagsmorgni og mæta með stöngina. Það er ekkert eins fúlt og mæta á bakkann í byrjun sumars og koma flugunni ekki á áfangastað.
Reynsluboltar á staðnum sem eru tilbúnir að aðstoða og leiðbeina.
Sjáumst!

P.s Á myndinni hér að ofan má sjá Hallgrím Hreiðarsson munda stöngina s.l sumar í Laxá í Laxárdal.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.