16 feb. 2014
Fyrirlestur um veiða og sleppa
Vetrarstarf stangveiðifélaganna heldur áfram í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is mánudaginn 17.febrúar kl 20 en þá mun Erlendur Steinar Friðriksson flytja fyrirlestur sinn um hið margumtalaða veiða og sleppa fyrirbæri.
Erlendur hélt meistaravörn sína fyrir nokkrum vikum í Háskólanum á Akureyri en verkefni hans nær til meistaragráðu í auðlindafræðum og nefnist Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Til baka