Fréttir

08 feb. 2014

Hnýtingarkvöldin hefjast 11.feb.

Vildum bara minna þá á sem áhuga hafa á fluguhnýtingum að fyrsta hnýtingarkvöld ársins 2014 hefst á þriðjudaginn 11.febrúar kl. 20 í Zontahúsinu. Vonumst til að sjá sem flesta, allir velkomnir og auðvitað er heitt á könnunni eins og alltaf.

Þá viljum við nota tækifærið og minna á kastdaginn sem verður í Íþróttahöll Akureyrar laugardaginn 15.febrúar kl 10. Þar gefst fólki kostur á að mæta með ein og tvíhendurnar sínar og æfa köstin fyrir komandi veiðisumar. Reynsluboltar á staðnum sem eru tilbúnir til að leiðbeina ef þess er óskað. Strákarnir úr Veiðivörum verða á staðnum með það nýjasta úr stangarheiminum.

Mánudaginn 17.febrúar heldur svo vetrarstarfið áfram í Amaróhúsinu en þá mun Erlendur Steinar bleikjusérfræðingur með meiru flytja fyrirlestur um hið mrgumtalaða veiða og sleppa fyrirbæri sem menn hafa skiptar skoðanir á.

Semsagt nóg framundan hjá stangveiðifélögunum SVAK, Flúðum og Flugunni og vonumst við til að sjá sem flesta..

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
27.9.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
27.9.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1
27.9.2020
Svæði 4a eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.