Fréttir

04 feb. 2014

Góð mæting á vetrarstarfi í gærkveldi

Ágætis mæting var á vetrarstarf stangveiðifélaganna sem var haldið í gærkveldi í Amaróhúsinu við Veiðivörur. Á þriðja tug áhugasamra veiðimanna mættu og hlýddu á pistla um Fjarðará í Ólafsfirði og Hölkná í Þistilfirði.Það voru þeir félagarnir Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm sem sáu um að kynna Ólafsfjarðarána en þeir hafa veitt í ánni um árabil. Ólafsfjarðará mun koma í vefsölu SVAK fljótlega, auglýst síðar.Hannes Reynisson formaður flugunnar sá um kynningu á Hölknánni og naut dyggrar aðstoðar Alexanders Smárasonar sem er hér fyrir neðan.Minnum svo á hnýtingarkvöldið í Zontahúsinu n.k þriðjudag 11.feb kl 20 og kastdaginn í Íþróttahöll Akureyrar laugardaginn 15. febrúar kl 10-11.

Næsta uppákoma í Amaróhúsinu verður mánudaginn 17.febrúar, nánar auglýst síðar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.