Fréttir

16 jan. 2014

Vetrarstarfið hefst 27.jan n.k - Veiðiárið 2013 gert upp


Vetrarstarf stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar hefur nú göngu sína að nýju. Það er meistari Guðni Guðbergsson fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun sem ríður á vaðið með pistil sinn um veiðisumarið 2013 þar sem hann rýnir í veiðitölur síðasta sumars, spáir í stöðuna og við hverju megi búast næsta veiðisumar sem við bíðum öll spennt eftir. Það eru fáir sem vita meira um þessi mál en Guðni. Fyrirlesturinn verður haldinn í Golfskálanum Jaðri 27.janúar og hefst kl 20 og eru allir velkomnir.


Vetrarstarf stangveiðifélagnna verður haldið á mánudagskvöldum kl 20 í vetur. Stefnt er að því að hafa pistla tengt veiðisvæðunum okkar og stangveiði almennt annað hvert mánudagskvöld í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur. Hina mánudagana ætlum við að hafa hnýtingakvöld sem munu fara fram í Zontahúsinu. Þá er einnig stefnt að því að hafa kastdaga í Íþróttahöll Akureyrar laugardagana 15. og 22. febrúar og 8. og 15.mars milli kl 10 og 11 sem eru ætlaðir byrjendum og lengra komnum í faginu.

Það er semsagt mikið framundan hjá okkur og vonum við að áhugafólk um stangveiði verði duglegt að mæta á þessar uppákomur okkar í vetur sem eru öllum opnar og ókeypis. Upplýsingar um dagskrá má nálgast hér á síðunni  sem og á fjésbókarsíðu félagsins. Alltaf heitt á könnunni.

En við byrjum þetta í Golfskálanum eins og fyrr segir mánudaginn 27.jan kl 20 með pistli Guðna.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.