Fréttir

23 des. 2013

Jóla og nýárskveðjur

Ágætu félagar í Stangveiðifélagi Akureyrar og aðrir velunnarar félagsins.
 Stjórn SVAK færir ykkur bestu jóla og nýárskveðjur og þakkar ykkur samstarfið á árinu sem er að líða. Megi komandi ár verða ykkur gott og fengsælt.
Minnum á að vetrarstarf félagins fer af stað fljótlega á nýja árinu og verður með svipuðu sniði og undanfarin ár í samstarfi við stangveiðifélögin Flúðir og Fluguna. Ársvæði félaganna þriggja verða kynnt sem og bryddað uppá öðrum fróðleik tengt stangveiði. Þetta verður auglýst frekar á nýju ári.

Þá stefnum við á námskeiðshald eins og verið hefur bæði tengt hnýtingum og kastkennslu.
Þá stefnum við einnig á að vera með daga þ.s fólki gefst kostur á að æfa sig í fluguköstum innanhúss og er það bæði hugsað fyrir byrjendur og lengra komna. Nánar um það á nýja árinu.

Árnar okkar munu síðan detta inná söluvef SVAK hver af annari á nýja árinu. Ólafsfjarðará ríður á vaðið í jan/feb. Hvetjum ykkur til að fylgjast með á vefnum okkar. Við munum líka upplýsa félagsmenn okkar um þessa hluti með tölvupósti og á fjésbókarsíðu félagsins.
Vonandi getum við boðið félagsmönnum okkar uppá einhver ný veiðisvæði á árinu en það skýrist á næstu dögum og vikum.
Endilega hafið samband við okkur á svak@svak.is ef ykkur vantar upplýsingar um starfsemi félagsins eða langar að deila einhverju með okkur.

En enn og aftur bestu jóla og nýárskveðjur. Við hlökkum til að starfa með ykkur á komandi ári.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.