28 nóv. 2013
Hnýtingarkvöldin að hefjast
Fyrsta hnýtingarkvöldið hjá SVAK verður þriðjudaginn 3.desember.
Við ætlum að hittast í Zontahúsinu í Aðalstræti 54 þriðjudaginn 3.desember kl 19:30. Hnýtingarkvöldin eru hugsuð bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Meiningin er að ná einu kvöldi fyrir jól og taka svo upp þráðinn að nýju eftir áramót.

Nú er tækifærið að hittast og hnýta jólaflugurnar og skiptast á veiðisögum. Þið sem voruð á námskeiðinu í vikunni, nú er tækifærið að halda áfram að æfa sig og byggja ofan á það sem þið lærðuð hjá Jóni Braga.
Alltaf heitt á könnunni. Sjáumst !!
Til baka