Fréttir

03 nóv. 2013

Fluguhnýtingarnámskeið

Hvaða veiðimann dreymir ekki um að hnýta sínar eigin flugur ,fylla boxin yfir veturinn og egna fyrir laxinn eða silunginn þegar vorar á ný ? Nú gefst þér veiðimaður góður tækifæri á að skrá þig á fluguhnýtingarnámskeið hjá SVAK og læra þessa skemmtilegu iðju.

Um miðjan nóvember er fyrirhugað er að halda fluguhnýtinganámskeið á vegum SVAK, ef næg þátttaka fæst. Finnum nánari dagsetningar í samráði við þá sem skrá sig.

Leiðbeinandi verður Jón Bragi Gunnarsson.

Námskeiðið er haldið á þremur kvöldum frá 19:30 – 23:00.

Kostnaður er kr 12000.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í fluguhnýtingum s.s. tæki, króka, efni, efniskaup og hnýttar flugur þar sem flest öll tækni við fluguhnýtingar kemur fyrir. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi og öll tól og tæki sköffuð.
Áhugasamir sendi vefpóst á netfangið svak@svak.is, vinsamlega athugið að það er takmarkaður fjöldi á námskeiðin.
Kveðja
Stjórn SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.