Fréttir

03 sep. 2013

Hofsáin okkar

Hofsá okkar í Vesturdal í Skagafirði hefur ekki verið á forsíðum veiðifréttamiðlana þetta árið enda tíðarfari verið þannig háttað að áin hefur verið vatnsmikil og lituð í nær allt sumar og því lítið verið hægt að veiða í henni.
En nú gæti birt til í hjörtum aðdáenda árinnar þ.s kólnun síðustu daga inná jöklinum hefur leitt til að áin orðin vatnsminni og ljósari og reikna heimamenn með að hún verði tær innan sólarhrings ef svona heldur áfram.
Hofsá er innarlega í Vesturdal í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði um 330 km frá Reykjavík og 130 km frá Akureyri . Veiðisvæði árinnar er um 25 km langt og er uppistaða veiðinnar sjógengin bleikja,  þótt stöku sjóbirtingur og lax veiðist þar. Hofsá rennur í Vestari Jökulsá en á uppruna sinn upp undir Hofsjökli úr vötnum og lækjum þar í kring. Áin er nokkuð mikið vatnsfall og er stundum jökullituð en í hana rennur Fossá sem kemur úr Hofsjökli en ofan við ármót Fossár er Hofsáin alltaf tær á 5 til 6 km svæði og heitir þá Runukvísl upp að Runufossi sem er efsti veiðistaður . Náttúrufegurðin á svæðinu er einstök eins og sjá má á þessum myndum sem fengnar voru frá Ragnari Hólm Ragnarssyni.


                                                     Fallegur hylur í Hofsá


                                  Ármót Runu og Fossár, þarna er Fossáin mjög lituð.

Aðgengi að ánni er ágætt alveg inn að bænum Giljar en þar fyrir innan er ráðlegt að vera á fjórhjóladrifnum bílum, helst jeppum . Töluverð ganga er með efrihluta árinnar en hægt er þó að aka nálægt henni víða.

Veiðitímabil:    15. Júlí til og með 4. október

Eftir 1.september skal öllum fiski sleppt.

Hvern veiðidag er heimilt að veiða í 12 klst á tímabilinu 06:00 - 24:00.  


                                            Margir fallegir hyljir eru í Hofsánni


                                      Ragnar Hólm með fallega bleikju úr Runufossi
 
Veiði í Hofsá var mest árið 2009 en þá veiddust á fimmtahundruð bleikjur í ánni.

Í Hofsá eru seldar 3 stangir sem eru stakar.
Verð:
Mánudag-fimmtudag Svak meðlimir 3.000 krónur stöngin. Aðrir 3.600 krónur
Föstudag-Sunnudag  Svak meðlimir 4.500 krónur stöngin. Aðrir 5.400 krónur


                                    Gaman í heita pottinum í sumarhúsinu við Litluhlíð

Hægt er að fá aðgang að sumarhúsi í Litluhlíð og eru menn þá beðnir um að hafa samband við Mörtu í Litluhlíð í síma 4538086 /8234242 eða netfangið litlahlid@isl.is.

Áin er opin til 4. október, hægt er að nálgast veiðileyfi hér ofar á síðunni til vinstri.Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.