Fréttir

15 ágú. 2013

Góður túr í Svarfaðardalsá

Fengum góðar fréttir úr Svarfaðardalsá frá Marinó Heiðari Svavarssyni veiðiverði í Svarfaðardalsá en hann var við veiðar í ánni á svæði 3 ásamt dóttur sinni í gær.
Eftir tvo fisklausa túra í ána fyrr í sumar fór hann fremur vondaufur af stað en vonaði þó það besta og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þegar dagur rann voru þau búin að landa 18 fiskum, mest nýgenginni sjóbleikju. Látum myndirnar tala.

Svarfaðardalsáin hefur verið vatnsmikil og lituð í sumar en er nú farin að minnka og orðin vel veiðanleg.Allir fiskarnir tóku fluguna Stirðu sem sjá má hér að ofan en Marinó hannar og hnýtir þessa flugu sjálfur í hinum ýmsu myndum.
Það er heilmikið eftir að veiðisumrinu og ennþá er hægt að krækja sér í veiðileyfi á öllum svæðum í Svarfaðardalsá með því að fara inná veiðileyfi hér að ofan og til vinstri á síðunni.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.