Fréttir

13 ágú. 2013

Afmælistúr í Skjálfandafljót

Þessi unga dama sem heitir Amalía og fyllir sjö árin á morgun,fór í sinn fyrsta alvöru veiðitúr í gær ásamt fríðu förunneyti. Leiðin lá í Skjálfandafljót svæði 2 á austurbakka. Vopnuð bleiku veiðistönginni sinni og alltof stórum vöðlum náði hún að landa sinni fyrstu sjóbleikju í þeim fræga hyl Séniver sem er efstur á þessu svæði.


Það var gott að hvíla lúin bein að lokinni löndun og kíkja aðeins í stóra nestisboxið sem síðan reyndist ágætis sæti.Skjálfandafljót kom í umboðssölu hjá SVAK í vor. Um er að ræða annars vegar silungasvæði og hinsvegar silungasvæði með laxavon. Veitt er á báðum bökkum árinnar en veiðisvæðin eru fjögur, 2 stangir á hverju svæði sem seldar eru í heilum dögum. Ágætis sjóbleikjuveiði hefur verið á þessu svæði í sumar og 2 laxar eru skráðir í veiðibók SVAK.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.