Fréttir

31 júl. 2013

Sjóbleikjan mætt í Hörgána

Veiðisumarið hefur ekki verið Hörgárunnendum skemmtilegt. Miklar leysingar hafa verið og áin verið flesta daga óveiðanleg. En nú geta veiðimenn tekið gleði sína á ný því með kólnandi veðri hefur Hörgáin minnkað og mesti liturinn farinn af henni.

Síðast liðna tvo daga hefur verið að veiðast falleg bleikja víða í ánni. Má þar nefna að lunkinn veiðimaður landaði 2,6 kg bleikju á svæði 4 b við ármót Hörgár og Myrkár en sú var 62 sm og tók fluguna Dýrbít, höfum því miður ekki mynd af þessari risableikju.

Þóroddur Sveinsson í veiðifélagi Hörgár krækti í sína fyrstu sjóbleiku þetta árið á svæði 4 a í gær, sú var líka falleg eða í kringum 4 pundin og tók peacock(sjá mynd hér að ofan). Hann talaði um að áin hefði breytt sér mikið á því svæði og því spennandi að fylgja ánni og uppgötva nýja veiðistaði.Þá er einnig farin að veiðast bleikja á svæði 3 en þar fékk formaður SVAK sína fyrstu sjóbleikju á þessu misseri í fyrradag við erfiðar aðstæður en áin var þá vatnsmikil. Ath myndin hér að ofan var tekin af formanninum í fyrra.Þá veiddust vænar bleikjur uppí Bægisárhyl í gær en þær voru á bilinu 1,5-2 kg og voru allar teknar á spón.

Það er því ekki eftir neinu að bíða gott fólk, veiðileyfin bíða ykkur hér á vinstri hönd undir veiðileyfi.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.