Fréttir

23 júl. 2013

Skjálfandafljótið upp á sitt besta

Skjálfandafljótið hefur verið í miklu stuði bæði hvað varðar laxveiði og bleikjuveiði. Sagt var frá því á agn.is 12 júlí að 55 laxar hefðu komið á land þá vikuna í Skjálfandafljótinu og hefur veiðin verið góð síðan þá.
Við hjá SVAK bjóðum upp á fjögur svæði í Skjálfandafljótinu. Annarsvegar er það silungarsvæði austurbakki og vesturbakki en síðan bjóðum við einnig upp á silung/lax austurbakki og vestubakki. Þetta eru ný svæði og eiga gefa góða laxavon. Þegar þessi nýju svæði voru búin til voru nokkrir staðir teknir af laxasvæðunum og sett inn á þetta nýja svæði.

Veiðistaðir á vesturbakka - silungsveiði með laxavon má nefna Skógarpollar, Skriðuhorn, Girðingarhorn, Meleyrarpollar sem gefa oft laxa. Einnig má hafa í huga að töluvert af bleikju er á svæðinu.

Veiðistaðir á austurbakka - silungsveiði með laxavon sem gefa oft laxa má nefna Vaðseyja, Séniver, Syðri Börð, Ytri Börð og Miðbakki.

Ekki skemmir fyrir að verðið á svæðinu er líklega það lægsta á landinu þegar tekið er tillit til þess að laxavon er á svæðinu.

Bleikjuveiðin hefur líka verið góð á svæðinu þannig enginn ætti að fara tómhentur heim.
 
Flottir laxar hafa verið að koma á land í Skjálfandafljóti.


Fallegar bleikjur eru á hverju strái  í Skjálfandafljóti.

Til að panta veiðileyfi í Skjálfandafljóti lax og silungasvæði austurbakki smelltu hér

Til að panta veiðileyfi í Skjálfandafljóti lax og silungasvæði vesturbakki smelltu hér

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.