Fréttir

23 júl. 2013

Laxá í Aðaldal - Hagasvæðið ódýr kostur í laxveiði

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum sem fylgjast með veiðifréttum að þeir hafa verið að gera það gott á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal.
Þaðan koma fréttir af hverjum stórlaxinum á fætur öðrum og einnig var sagt í fréttum um daginn að fjöldri veiddra laxa á þessum tíma væri sá sami og var þegar met árið var á Nessvæðinu. Því viljum við minna á að Hagasvæðið sem við erum með í umboðssölu er á sama svæði og Nessvæðið nema bara bakkinn á móti.Hagasvæðið er einstaklega fallegt svæði og skemmtilegt að veiða það. Auk þess að vera laxveiðsvæði er mikið magn af stórum Urriða á svæðinu og því er hægt að lenda í mikilli skemmtun. Veiðileyfin eru þau ódýrustu sem gerast í laxveiði og má miðað við að verðið sé það sama og í góðri urriða á. Ef veiðimenn eru að fiska svona vel í Nesi að þá er hægt að veiða sama fisk hinumegin á bakkanum. Nú er einmitt hentugt að fara í ódýra laxveiði í Aðaldalnum á meðan árnar hérna í eyjafyrðinum eru ill veiðanlegar sökum vats og litar.


Flottur urriði af Hagasvæðinu.

Til að kaupa veiðileyfi af hagasvæðinu smelltu hér

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.