16 júl. 2013
Veiði hafin í Ólafsfjarðará
Veiði er nú hafin í Fjarðará í Ólafsfirði. Formaður SVAK fór við þriðja mann út í fjörðinn fagra í fyrradag og renndi fyrir bleikju.
Það er skemmst frá því að segja að mikið vatn var í ánni eins og í svo mörgum ám þessa dagana. Veiðin var róleg en formaðurinn náði þó í soðið og varð töluvert var og sá einn af stærri gerðinni sem hann ákvað að leyfa öðrum veiðimönnum að njóta.

Einn Flugumanna misreiknaði sig aðeins í rennslishraða og vatnsmagni árinnar og fór á flot en varð þó ekki meint af volkinu. Atvikið náðist því miður ekki á mynd.

Þess má geta að enn er talsvert af stöngum í boði í Ólafsfjarðará síðari hluta ágúst og í september á vefnum okkar.
Til baka