Fréttir

11 júl. 2013

Ófært sem stendur út í Hvalvatnsfjörð

Vegurinn út í Fjörður er ófær eins og stendur og lítur út fyrir að hann verði það eitthvað áfram út mánuðinn. Við viljum því biðja ykkur um að kanna færð áður en lagt er af stað til veiða og við munum einnig fylgjast með og láta vita um leið og fært verður.
Fjarðará í Hvalvatnsfirði heyrir undir Stangveiðifélagið Flúðir en hefur verið í umboðssölu hjá SVAK undanfarin ár og notið sívaxandi vinsælda meðal veiðimanna enda náttúrufegurðin engu lík þarna ytra og oft hægt að gera góða veiði í sjóbleikjunni. Í fyrra veiddust á fjórða hundarað sjóbleikjur í Fjarðará í Hvalvatnsfirði.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.